Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar
sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að
Staðlamálum hér >>
Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er
sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst
áskrifandi að Staðlapóstinum hér >>
26.09.12 Hreint vatn - Alþjóðlegir staðlar gegn vatnsskorti

Nær 900 milljónir manna hafa ekki
aðgang að hreinu drykkjarvatni og meira en 1,5 milljónir barna
undir fimm ára aldri deyja árlega vegna sjúkdóma af völdum mengaðs
vatns og skorts á hreinlæti. Áætlað hefur verið að fækka megi
sjúkdómum í heiminum um að minnsta kosti 9% og dauðsföllum um 6%
með betra drykkjarvatni, auknu hreinlæti og bættum
hollustuháttum.
Mannréttindi að eiga aðgang að hreinu
vatni
Í sumar boðuðu Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO til vinnu...
nánar >> 26.09.12 ISO 26000 - Fagnaðarefni að fá staðal um samfélagsábyrgð
Á síðustu árum hefur áhugi fyrirtækja
á samfélagslegri ábyrgð farið vaxandi.
Alþjóðavæðing fyrirtækja hefur kallað á nauðsynlegar aðgerðir í
þágu verkafólks á láglaunasvæðum en einnig hefur vaxandi áhersla og
aðhald frá almenningi varðandi umhverfisvernd haft áhrif á
þróunina.
Skilgreining á samfélagslegri
ábyrgð
Það eru margvíslegar skilgreiningar á hugtakinu samfélagsábyrgð
fyrirtækja, en í sinni einföldustu mynd má segja að fyrirtæki sýni
samfélagslega ábyrgð þegar það ákveður að bæta starfshætti og
legg...
nánar >> 26.09.12 Merkilegt - Alþjóðleg tákn og merki
Við setjumst undir stýri og keyrum
bíl nokkurn veginn óhikað hvar sem við erum stödd í heimnum. Líka
heima. Við rötum um flugstöðvar og járnbrautar-stöðvar þótt við
séum að koma þar í fyrsta sinn. Við reiknum með og ætlumst til að
það gangi snurðulaust fyrir sig. Í raun erum við að ætlast til þess
að merkin sem leiðsegja okkur og leiðbeina séu okkur skiljanleg um
allan heim. Það eru þau alla jafna og sum eru mjög kunnugleg,
boðmerki, bannmerki, viðvörunarmerki, upplýsingarmerki.
Merkin
Öryggismerkin samanstanda af lit, lögun og myndrænu tákni. Litir
og lögun gefa til kynna hvers...
nánar >> 26.09.12 ISO 22000 - Reynsla Primex af stjórnkerfi fyrir matvælaöryggi
Primex er fyrirtæki í sjávarlíftækni, sérhæft í framleiðslu á
mjög hreinu kítini og
kítosani úr rækjuskel.
Vörulínur Primex eru fjölbreyttar, svo sem fitubindandi og
kólesteróllækkandi efni, hráefni í matvæla- og snyrtivörur sem og
aðalefni í plástra og sárabindi og í sáragel fyrir dýr.
Vinna við kerfið skilar sér
Primex hefur verið með vottað kerfi samkvæmt ISO 22000 síðan í
upphafi árs 2010. Byrjað var að vinna að kerfinu tveimur árum áður
en vottun fékkst en allt seinna árið var gæðakerfið í fullri
notkun. Má með sanni segja að þó að kerfið hafi kost...
nánar >> 26.09.12 Rafræn afhending - Þýddir og séríslenskir staðlar
Staðlaráð hefur tekið upp nýja aðferð við rafræna afhendingu á
þýddum og séríslenskum stöðlum. Hægt er að fá staðlana afhenta á
rafrænu sniði fyrir einn notanda, tvo eða fleiri, en áður voru
kaupin bundin við kaup á fimm notendaleyfum að lágmarki. Þeim sem
kaupa þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá rafrænt
eintak af sama staðli á rafrænu sniði.
PAPPÍR + RAFRÆNT
Viðskiptavini sem kaupir þýddan eða séríslenskan staðal á pappír
býðst að fá sama skjal á rafrænu sniði fyrir 25% af listaverði,
þ.e. rafrænt eintak fyrir einn notanda á móti hverju eintaki sem
keypt er á pappír. - Skjalið er ekki heimilt að prenta út.
RAFRÆNT + 1x ÚTPRENTUN
Viðskiptavinur kaupir...
nánar >>