Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

14.10.18

Staðlar létta þér lífið - Alþjóðlegi staðladagurinn

Í dag, 14. október, er hinn alþjóðlegi staðladagur. Í ár er hann tileinkaður fjórðu iðnbyltingunni. Staðlar eru eins og "maðurinn á bak við tjöldin" sem passar upp á að allt virki, að kerfi tali saman, kemur í veg fyrir að mistök séu gerð, gætir öryggis og að allt smelli eins og flís við rass. Það er nefnilega engin tilviljun hvað margt af því sem við notum dags daglega virkar ótrúlega vel; snjallsímarnir, heimabankarnir, ökutæki og tölvukerfi. Það er heldur engin tilviljun að metrinn er alls staðar jafn langur og að prentarar eru framleiddir fyrir staðlaðar stærðir af pappír. Það er ekki ofmat að daglegt líf okkar væri mun dramatískara og erfiðara ef ekki væri fyrir staðla.

nánar >>

17.08.18

ÍST 200 - Nemendur fá gjaldfrían aðgang

 

Þann 15. ágúst gerðu Staðlaráð Íslands og RAFMENNT með sér samning sem auðveldar nemendum og kennurum verkmenntaskóla í rafiðnum aðgang að staðlinum ÍST 200 Raflagnir bygginga.

Í samningnum felst að RAFMENNT greiðir fyrir rafrænan aðgang nemenda og kennara að staðlinum. Aðgangurinn er í gegnum vefsíðu og byggist á notandanafni og lykilorði, og varir meðan nemandi þarf á staðlinum að halda í námi sínu.

nemendaadgangur ist200 Helga Gudval 
Helga Sigrún Harðardóttir, fra...

nánar >>

31.05.18

ÍST ISO 15489-1 - Nýr íslenskur staðall um upplýsingar og skjalastjórn

Fyrsti alþjóðlegi staðallinn um skjala-stjórn, ISO 15489 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn, hlutar 1 og 2, tók gildi 2001. Hann var þýddur og gefinn út sem íslenskur staðall 2005. Nú hafa báðir hlutar staðalsins frá 2001 verið felldir úr gildi og ný útgafa verið gerð að íslenskum staðli.

Áherslur í nýju útgáfunni
Ný og endurskoðuð útgáfa af fyrri hlutanum tók gildi sem alþjóðlegur staðall árið 2016. Þann 15. maí síðastliðinn tók nýja útgáfan gildi sem íslenskur staðall, ÍST ISO 15489-1:2016 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn - 1. hluti: hugmyndir og meginreglur. Ástæður þess að talið var nauðsynlegt...

nánar >>

31.05.18

Staðlar bæta heiminn - Efnahagslega áhrif staðla

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum staðla á norrænt efnahagslíf sýna að notkun staðla hefur stuðlað að 38% framleiðniaukningu og 28% aukningu landsframleiðslu á Norður-löndunum á árunum 1976-2014. Að meðaltali hafa staðlar því stuðlað að 0,7% framleiðniaukningu á ári, svo áratugum skiptir, þar sem notkun þeirra straumlínulagar ferla, bætir aðgang að nýjum mörkuðum og auðveldar áhættustjórnun.

Mikill meirihluti þeirra tæplega 1200 fyrirtækja sem tóku þátt í rannsókninni notar staðla til að uppfylla kröfur laga og reglugerða og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ítarlegar niðurstöður rannsóknarinnar má finna á heimasíðu Staðlaráðs, nánar >>

30.05.18

ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf

Þann 15. maí síðastliðinn kom út endurskoðuð útgáfa af staðlinum ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf. Eldri staðall er frá árinu 1992 og var fyrsta útgáfa íslensks staðals sem lagði línurnar um samningsskilmála milli verkkaupa og ráðgjafa um hönnun og ráðgjöf. Endurskoðun staðalsins var tímabær.

Helstu breytingar
Miklar breytingar hafa orðið á flestum sviðum síðan 1992, eins og gefur að skilja. Þar á meðal breytingar á aðferðum og hugtakanotkun. Nokkur atriði taka breytingum í nýrri útgáfu og eru þessi helst:

 • Einn staðall tekur til samninga eftir útboð og án útboðs
 • Gildissvið staðalsins e...

  nánar >>

  Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

  Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

  Nánari upplýsingar

  Samþykkja