Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar
sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að
Staðlamálum hér >>
Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er
sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst
áskrifandi að Staðlapóstinum hér >>
10.06.14 ISO/DIS 9001 til umsagnar
Fram til 9. ágúst 2014 gefst færi á að koma með efnislegar
athugasemdir við frumvarpið ISO/DIS 9001. Áætlað er að nýr staðall
komi út í lok árs 2015. Áhugasamir geta keypt frumvarpið hjá
Staðlaráði og skilað inn athugasemdum með tölvupósti til Arngríms Blöndahl.
Hægt er að panta ISO/DIS 9001 með því að senda tölvupóst á sala@stadlar.is. Verð frumvarpsins
er 9.217 kr.
nánar >> 26.05.14 Afraksturinn af orkustjórnunarverkefni aðgengilegur fyrirtækjum
Í nóvember 2011 hófst á vegum Staðlaráðs Íslands verkefni um
orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, styrkt af Norræna
nýsköpunarsjóðnum (NICE). Að verkefninu komu
einnig staðlastofnanir í Noregi og Danmörku.
Ætlunin var að þróa hagnýt verkfæri í samvinnu við einstök
fyrirtæki til að ná fram orkusparnaði með orkustjórnun. Fyrirtækin
tóku þátt í vinnuhópi þar sem þau fengu ráðgjöf og fræðslu.
Afrakstur verkefnisins liggur nú fyrir, þannig að reynsla þeirra
sem tóku þátt í því getur nýst öðrum fyrirtækjum.
Afraksturinn í bæklingi og verkfærum
Bæklingurinn er fáanlegur á pappír hjá Staðlaráði. Vinsamlega
hafið samband við Sigurð Sigurðarson í síma 520 7150 eða með
tölvupósti,&nb...
nánar >> 22.05.14 Nýsköpunartorg 23. og 24. maí
Nýsköpunartorgið verður í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og
24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og
uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki
og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í
tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli
Tækniþróunarsjóðs.
Fjögur spennandi erindi frá Staðlaráði
Á vegum Staðlaráðs Íslands verða flutt fjögur erindi.
Föstudagur 23. maí:
- kl. 10:10 CE-merking - fjallað um CE-merkið og þýðingu þess
fyrir framleiðendur vöru.
- nánar >>
14.05.14 Fróðlegur aðalfundur BSTR

Mynd: Jón Sigurðsson, formaður BSTR.
Aðalfundur BSTR fór fram 30. maí síðastliðinn í húsakynnum
Verkís. Fundurinn var ágætlega sóttur. Auk hefðbundinna
aðalfundarstarfa voru flutt tvö erindi á fundinum. Egill
Viðarsson, viðskiptastjóri og verkfræðingur hjá Verkís, kynnti
útrás fyrirtækisins til Noregs. Hann fór yfir þróun og umfang
starfseminnar í Noregi auk þess sem hann kynnti nokkur verkefni sem
Verkís vinnur að í landinu. Fram kom í máli Egils, að
Norðmenn notuðu kerfisbundið norska staðla við alla þætti
samningagerðar. Taldi hann að Íslendingar gætu lært af þeim
varðandi...
nánar >> 09.05.14 Jafnlaunastaðallinn – nýtt verkfæri jafnréttisbaráttunnar
19. júní 2012, á íslenska kvenréttindadeginum, var haldinn
fjölmennur fundur í Reykjavík þar sem þáverandi velferðarráðherra
kynnti nýtt verkfæri í jafnréttisbaráttunni, jafnlaunastaðalinn
svokallaða. Jafnlaunastaðallinn, ÍST 85, er nýtt verkfæri í
jafnréttisbaráttunni sem hjálpar fyrirtækjum að tryggja það að
konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt
störf.
Sömu laun fyrir sambærilega vinnu
Árið 1961 samþykkti Alþingi lög sem áttu að tryggja launajafnrétti
hér á landi. Frummælendur lagafrumvarpsins voru bjartsýnir um að
baráttan yrði snögg. Laun kvenna skyldu hækkuð í þrepum næstu sex
árin, og 1967 átti fullu launajafnrétti kynjanna að vera náð.
Erfiðara reyndist að útrýma lau...
nánar >>