Innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011

Námskeið fyrir þá sem vilja læra að gera innri úttektir á stjórnunarkerfum með hliðsjón af úttektarstaðlinum ISO 19011 eða þurfa að þekkja framgang innri úttekta.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann.

Á námskeiðinu er byrjað á kynningu á kröfum og viðmiðum sem ligga til grundvallar innri úttekt. Síðan farið yfir grundvallaratriði og skipulag innri úttekta með hliðsjón af staðlinum ISO 19011 Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa. Þátttakendur vinna hópverkefni um innri úttektir.

Innifalin námsgögn samanstanda af staðlinum ÍST EN ISO 19011, ásamt glærum úr kennsluefni. 

Dagskrá 11. október 2018 (skráning, sjá neðar)

12:15-13:15 Viðmið og kröfur innri úttektar - Hvað á að taka út?
13:15-13:20 hlé
13:20-14:00 Úttektir, viðmið og markmið - Úttektarmenn
14:00-14:05 hlé
14:05-14:45 Skipulag og undirbúningur - Úttektarskjöl
14:45-15:00 Kaffi
15:00-16:00 Að gera úttekt - Mat og niðurstöður
16:00-16:45 Verkefni - Kynning á niðurstöðum verkefna
16:45-16:55 Eftirfylgni úttekta
17:00 Samantekt - Námskeiði slitið 

 

Dagsetning og tími:

11. október 2018 (skráning, sjá neðar)

Staður: Staðlaráð Íslands, Skúlatúni 2.
Verð: 33.000 kr. Allt innifalið, námsgögn og viðurværi

Hámarksfjöldi þátttakenda:

Leiðbeinandi:

14 manns

Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur

Auk almennra námskeiða, býður Staðlaráð sérnámskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar í síma 520 7150.

Þú getur skráð þig á póstlista og fengið tilkynningu þegar skráning hefst á næsta námskeið. Póstlistinn er hér >> 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171