Helsta verkefni FIF frá stofnun þess hefur verið þátttaka í
alþjóðlegu tækninefndinni ISO/TC 234 Fisheries and aquaculture.
Ársfundur ISO/TC 234 árið 2012 var haldinn á Íslandi. Nýverið var
Margeir Gissurarson kjörinn formaður ráðgjafarhóps innan
nefndarinnar.
Ein tækninefnd er starfandi á vegum FIF og vinnur hún að stöðlun
fiskikera. Formaður nefndarinnar er Páll Árnason, fagstjóri á
Nýsköpunarmiðstöð Íslands.