ÍST EN ISO 45001:2023 (íslensk þýðing)

Staða:

Gildistaka - 29.2.2024

Íslenskt heiti:

Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun

Enskt heiti:

Occupational health and safety management systems - Requirements with guidance for use (ISO 45001:2018)

Tengdur staðall:

ISO 45001:2018

Tækninefnd:

CEN/SS S30

ICS flokkur:

13.100, 3.100

Auglýst:

29.2.2024

Umfang (scope):

Í þessu skjali eru tilgreindar kröfur sem varða stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað (H&ÖV) og veittar upplýsingar um notkun þess til þess að gera skipulagsheildum kleift að bjóða uppá örugga og heilsusamlega vinnustaði með því að koma í veg fyrir vinnutengda áverka og vanheilsu, svo og að bæta H&ÖV frammistöðu sína með forvirkum hætti. Skjali þessu má beita í hvaða skipulagsheild sem er sem vill koma á, innleiða og viðhalda H&ÖV stjórnunarkerfi í því skyni að bæta öryggi og heilbrigði á vinnustað, eyða hættum og lágmarka H&ÖV áhættu (þar með talda kerfisannmarka), nýta H&ÖV tækifæri og taka á frábrigðum í H&ÖV stjórnunarkerfinu sem tengjast starfsemi hennar. Þetta skjal hjálpar skipulagsheild að ná fram ætluðum útkomum H&ÖV stjórnunarkerfis hennar. Í samræmi við H&ÖV stefnu skipulagsheildarinnar fela ætlaðar útkomur H&ÖV stjórnunarkerfis í sér: 
a) stöðugar umbætur á H&ÖV frammistöðu, 
b) hlítingu lagakrafna og annarra krafna, 
c) að ná H&ÖV markmiðum. 
Þessu skjali má beita í hvaða skipulagsheild sem er án tillits til stærðar, tegundar og starfsemi. Það á við um H&ÖV áhættu sem er undir stjórn skipulagsheildarinnar, þar sem tekið er mið af þáttum á borð við samhengið sem skipulagsheildin starfar í og þörfum og væntingum starfsmanna hennar og annarra hagsmunaaðila. Í þessu skjali eru ekki tilgreind sérstök viðmið um H&ÖV frammistöðu, né heldur er það forskrift varðandi hönnun H&ÖV stjórnunarkerfis. Þetta skjal gerir skipulagsheild kleift, með H&ÖV stjórnunarkerfi sínu, að samþætta aðra þætti heilbrigðis og öryggis, svo sem vellíðan og velferð starfsmanna. Í þessu skjali er ekki tekið á málefnum á borð við öryggi vöru, eignatjón eða umhverfisáhrif umfram þá áhættu sem starfsmenn og aðrir viðeigandi hagsmunaaðilar sæta. 
Þetta skjal má nota í heild sinni eða að hluta, til þess að bæta með kerfisbundnum hætti heilbrigðis-og öryggisstjórnun á vinnustað. Hins vegar eru fullyrðingar um samræmi við þetta skjal óásættanlegar nema allar kröfur þess séu felldar inn í H&ÖV stjórnunarkerfi skipulagsheildar og þær uppfylltar án undantekninga.
Verð 32.314 kr.
Skráðu þig inn til þess að skoða sýnishorn
Skráðu þig inn til þess að vakta þennan staðal
Skráðu þig inn til þess að kaupa þennan staðal
Mynd sem fylgir ÍST ISO 45001:2018 (íslensk þýðing)

ÍST ISO 45001:2018 (íslensk þýðing)

Í þessu skjali eru tilgreindar kröfur sem varða stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað (H&ÖV) og veittar upplýsingar um notkun þess til þess að gera skipulagsheildum kleift að bjóða uppá örugga og heilsusamlega vinnustaði með því að koma í veg fyrir vinnutengda áverka og vanheilsu, svo og að bæta H&ÖV frammistöðu sína með forvirkum hætti. Skjali þessu má beita í hvaða skipulagsheild sem er sem vill koma á, innleiða og viðhalda H&ÖV stjórnunarkerfi í því skyni að bæta öryggi og heilbrigði á vinnustað, eyða hættum og lágmarka H&ÖV áhættu (þar með talda kerfisannmarka), nýta H&ÖV tækifæri og taka á frábrigðum í H&ÖV stjórnunarkerfinu sem tengjast starfsemi hennar. Þetta skjal hjálpar skipulagsheild að ná fram ætluðum útkomum H&ÖV stjórnunarkerfis hennar. Í samræmi við H&ÖV stefnu skipulagsheildarinnar fela ætlaðar útkomur H&ÖV stjórnunarkerfis í sér: a) stöðugar umbætur á H&ÖV frammistöðu, b) hlítingu lagakrafna og annarra krafna, c) að ná H&ÖV markmiðum. Þessu skjali má
Verð: 32.314 kr.
Menu
Top