Endurnýjanlegir orkugjafar í miklum vexti

Árleg raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum hætti jókst um 50% á árinu 2023 og nam tæplega 510 gígavöttum. Um er að ræða hraðast vöxt síðustu tveggja áratuga samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA)

Aukning á framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa er um allan heim en vöxtur í Kína ber þó af öðrum. Í skýrslu sinni benti IEA á að árið 2023 byggði Kína jafnmikið af sólarorkuverum og restin af heiminum byggði samtals árið 2022. Einnig jókst vindorkuframleiðsla þar í landi um 66% á milli ára. Á heimsvísu voru sólarorkuver ein og sér um 75% af viðbótum við endurnýjanlega orkugetu.

Þó þessi mikli vöxtur sé afar jákvæður er hann enn ekki nægur til að uppfylla loftslagsmarkmið COP 28. Samkvæmt IEA er því spáð að við núverandi stefnu og markaðsaðstæður muni endurnýjanleg orkugeta á heimsvísu ná 7300 gígavöttum árið 2028. Þessi vöxtur myndi leiða til þess að orkugeta á heimsvísu myndi aukast um 2,5 sinnum miðað við núverandi umfang árið 2030 en yrði þá engu að síður undir markmiðinu um að þrefalda orkuframleiðslu.

Þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir að markmiðin náist væri hægt að ná þeim ef öll stjórnvöld um allan heim tækju þátt, þar á meðal lönd sem standa utan G20 ríkjanna svokölluðu.

Í skýrslu IEA er einnig bent á að 96% nýrra sólar- og vindorkuvera hafi verið með lægri framleiðslukostnað en ný kola- og jarðgasver á árinu 2023. Þá hafi um 75% vind- og sólarorkuvera boðið upp á ódýrari raforku en núverandi orkuver sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Staðlar og samræmismat skiptir höfuðmáli fyrir orkuskiptin

Fjöldi tækninefnda á vegum Alþjóðarafstaðlaráðsins (IEC) hafa þróað alþjóðlega staðla fyrir endurnýjanleg orkukerfi. Hvort sem um er að ræða lítil eða stór kerfi, tryggja staðlar að þau geti starfað á öruggan og skilvirkan hátt á öllum sviðum. Þetta á við um Ísland jafnt og aðrar stærri þjóðir.

Á meðal tækninefnda á vettvangi IEC er að finna:

Vottun á raforkubúnaði og orkuverum sem framleiða endurnýjanlega orku er þjónusta sem IEC veitir og kallast IECRE eða „The IEC System for Certification to Standards Relating to Equipment for Use in Renewable Energy Applications“.

 


Menu
Top